Invisalign® réttir tennur með sérsmíðuðum plastgómum eða skinnum sem hægt er að fjarlægja. Skinnurnar eru nærri ósýnilegar og því heldur þú náttúrulegu brosi þínu þegar þú gengur með þær. Invisalign® tannréttingar henta allt frá einföldum leiðréttingum yfir í flókin vandamál.
Algengar spurningar um Invisalign®
Hvað er Invisalign®?
Invisalign® er tannréttingarkerfi sem notar glæra, BPA-fría plastgóma til að stilla stöðu tanna með tímanum. Gómarnir eru sérsmíðaðir úr glæru plasti til að passa að lögun tanna sjúklingsins og vekja þannig ekki mikla athygli, eru þægilegir og skila góðum árangri. Invisalign getur lagað skakkar tennur, yfirbit, ...
Hvað gerist meðan á Invisalign® meðferð stendur?
Meðferð hefst með því að mót er tekið af tönnum þínum, sem eru sendar á rannsóknarstofu þar sem gómarnir verða búnir til. Hver gómur er búin til út frá myndum sem þróaðar eru með þrívíddarlíkanahugbúnaði. Milli 18 og 30 gómar verða búnir til fyrir flesta sjúklinga. Meðan á meðferð stendur er hver gómur notaður í um tvær vikur, síðan skipt út fyrir næsta góm í röðinni.
Virkar Invisalign® á sama hátt og hefðbundnir teinar?
Invisalign® er hannað til að rétta tennur rétt eins og teinar. Hins vegar, í stað þess að treysta á málmbönd eða keramikplötur og víra sem eru festir við tannflötina, notar Invisalign® röð af glærum, útskiptanlegum gómum, svipað og góma sem notaðir eru við tannhvítunaraðgerðir, til að hjálpa til við að færa tennur í rétta stöðu.
Hvað kostar Invisalign® meðferð ?
Við skiljum að verðið er mjög mikilvægur þáttur þessarar ákvörðunar. Eins og við allar tannréttingameðferðir er kostnaður við Invisalign einstaklingsbundinn og fer meðal annars eftir því hversu flókið vandamálið er og hversu lengi meðferðin þarf að standa. Þetta þýðir að þú munt ekki fá nákvæman kostnað uppgefinn fyrr en þú heimsækir okkur.
Til að fá áætlaðan kostnað fyrir Invisalign-meðferð uppgefinn skaltu bóka tíma hjá okkur