Við bjóðum Láru velkomna til starfa! Fyrr í mánuðinum bættist verðmæt viðbót í starfsmannahóp Brosandi þegar Lára Gunnlaugsdóttir hóf störf. Lára er alin upp í Vesturbænum og er að eigin sögn skömmustulegur KR-ingur! Hún er mikil handverkskona en henni finnst gaman að sauma, hekla og prjóna en það var einmitt þessi unun af handverki og áhugi á fólki sem lét hana vilja verða tannlæknir á unga aldri.
Það er einnig skemmtileg staðreynd að Lára bjó í Perú um tíma og talar því reiprennandi spænsku! Við segjum nú bara ¡Hola Lára! og förum brosandi inn í sumarið vitandi að vaktirnar verða vel mannaðar næstu mánuði.