Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að nýja heimasíðan okkar er loksins komin í loftið.
Við erum búin að vera á Háteigsveginum í 11 ár og þar er gott að vera. Það er okkar hjartans mál að upplýsa fólkið okkar og veita góða þjónustu. Við elskum tannlækningar og erum spennt að bjóða þér að fylgja okkur á þessari vegferð okkar.