- Bursta tennurnar og fara með tannþráð áður en hvítingarskinnan er notuð
- Setja litinn dropa í góminn á þann flöt sem snýr fram, þ.e. sem fer á framhlið tannanna. Ekki á að setja hvítunarefni á alla fleti tannarinnar.
- Setja gómana upp í sig og strjúka með puttanum yfir góminn/tennurnar svo að efnið dreifist yfir allan tannflötinn.
- Nota skinnuna 30 mín á dag í 5-7 daga. Allt eftir þörfum, það má lengja tímann sem skinnan er notuð í hvert skipti og nota hana fleiri daga en sagt er á undan.
- Ef að mikið kul kemur má hvíla sig á skinnunni í nokkra daga og nota flúorskol. Kulið jafnar sig og er ekki varanlegt.
- Ef einstaka tennur eru gulari en aðrar er hægt að setja bara efni á þær tennur en sleppa hinum
- Það er stranglega bannað að drekka rauðvín á meðan meðferð stendur
- Þegar búið er að nota góminn á að bursta/skola hann upp úr vatni og bursta tennurnar á eftir.